Umfjöllun um íslenska bandýlandsliðið á Innebandymagazinet.se

Stærsta tímarit bandýheimsins var með umfjöllun um íslenska landsliðið í kjölfar útdráttarins fyrir undankeppni HM í febrúar á næsta ári.

Undankeppni HM 2016: Ísland í riðli með ríkjandi heimsmeisturum

Alþjóðlega bandýsambandið (IFF) hefur dregið í riðla fyrir undankeppni HM karla í bandý, 32 lið keppa um þátttökurétt fyrir HM sem haldin verður í Lettlandi í december 2016.

Ísland lenti í A riðli en þar á meðal eru Svíar sem eru ríkjandi heimsmeistarar. Í riðlinum eru auk þess Slóvakía, Rússland, Frakkland og Belgía. Þetta verður í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt í undankeppni HM karla í bandý.

Leikir A-riðils fara fram 3-7 febrúar í Nitra í Slóvakíu.

Fjallað um bandý í 360 gráður

Íþróttaþátturinn 360 gráður á RÚV var nýlega með umfjöllun um bandý. Hægt er að sjá upptöku af þættinum á vef RÚV.